föstudagur, október 29, 2004

Bankakerfi dauðans

Bankakefi í Bretlandi er ekki með því fullkommnasta í heimi, ég og margir aðrir hafa komist að því. Það er allt svo flókið og erfitt. Kannski finnst manni það af því að maður er svo góðu vanur.
Í hverjum mánuði þarf ég að senda peninga til Íslands til að borga eruo reikninginn. Vegna þess að millifærslan var yfir £1000 þurfti ég að sýna ID (skilríki), fyrir utan bankakortið sem ég sýni venjulega, auk þess að svara ýmsum öryggis spurningum. Er ekki nóg að sýna bara bankakortið (sem var nógu erfitt að fá fyrir)? Nei... ég þurfti gjöra svo vel að hlaupa heim og ná í vegabréfið mitt. Ég sem var búin að standa allavega í 20 mínútur í biðröð! Sem betur fer sagði þjónustufulltrúinn að ég þyrfti ekki að standa í röðinni þegar ég kæmi til baka. Ég held samt að fólkið sem var í biðröðinni þegar ég kom til baka hafi ekki verið alveg sátt þegar það sá að ég fór fremst í röðina. Það vissi nottla ekki að ég var búin að vera í röðinni. En ég útskýrð það fyrir einum sem benti mér á að ég ætti að fara aftast. En allavega ..það er alveg óskiljanlegt að það að millifæra peningana
sína af reikningnum sínum yfir á reikninginn sinn í öðru landi, skuli vera svon flókið. Og núna þarf ég að bíða 4-7 virka daga til að peningarnir skili sér.

nb. Bretar hafa enn ekki fattað að það sé góð hugmynd að hafa mynd af viðkomandi á debet og kreditkortum. Shitt hvað íslendingar eru tæknilegir.

miðvikudagur, október 27, 2004

Magical Trevor

Ég er búin að vera með þetta á heilanum í allan dag!!

þriðjudagur, október 26, 2004

Það er víst hollt að hreyfa sig

Ég byrjaði að mæta í yoga tíma fyrir svona mánuði síðan, svona til að gera einhverjar líkamsæfingar. Mæti svona einu sinni til tvisvar í viku, ætti kannski að mæta oftar. Ég er einsog stirt gamalmenni (en ætla að breyta því) og svo er það víst hollt að hreyfa sig eitthvað svo ég ákvað að fara í yoga. Ég er nebblega ekki mikið fyrir að fara í svona gymm að lyfta og vera með læti, nema kannski á einum stað. he he. Tíminn sem ég fer í kostar £5 sem er ódýrt miðað við hina tímana sem kosta £9 og £10. Staðurinn er líka rétt hjá svo ég get gengið. Þetta er kennarinn minn. Hann er ábygglega hommi (ekki að það skipti neinu máli).

sunnudagur, október 24, 2004

Japanskur matur og gay klúbbur

Fórum á japanskan veitingastað í gærkvöldi, Benihana á Piccadilly, með Finni og Alberti sem eru í heimsókn hjá okkur um helgina. Það sem er spes við að fara út að borða þarna er að kokkurinn eldar ofaní mann fyrir framan okkur og gerir alskonar listir með kryddstauka og áhöld. Þessi kokkur eldaði fyrir okkur. Ótrúlega skemmtilegt. Mæli eindregið með því að fara þangað ef þið ætlið eitthvað grand, og mundið að panta með góðum fyrirvara til að fá borð. Við fórum á barinn og fengum okkur drykki fyrir mat, ég fékk mér white russian, mmm..... og túnfisksteik með engifer og steiktum hvítlauk í aðalrétt, mjög gott. Við fengum líka súpu, sallat og forrétt sem við vissum ekki að væri innifalið. Alltaf að græða! Dæmi um hvað heimurinn er lítill voru einmitt hópur af fullum íslendingum inni á staðnum, við létum bara lítið fyrir okkur.

Klukkan var orðin tólf þegar við vorum búin að borða og flestir pöbbar lokaðir svo við röltum inní Soho til að finna stað til að djamma á. Löbbuðum svo framhjá einum stað en Sindri var fljótur að átta sig á því að það var bara strákar inná þessum stað. Ákvaðum þess vegna að leita betur. Stuttu seinna voru tvier stæltir karlmenn í stuttermabolum í hörkusleik upp við vegg... við vorum greinilega komin inn í gay stemmninguna.
Fundum svo klúbb sem hét Freedom, þar voru bæði stelpur og strákar sem betur fer. En dálítið gay staður engu að síður. Við sátum á móti tveim ungum strákum sem létu vel hvort að öðrum, voða sætt. Það sátu líka fjórar stelpur á borði rétt hjá og Finnur ákvað að bjóða þeim til okkar, þær komu reyndar aldrei til okkar. Heldur kom ein þeirra, nokkru seinna til mín og settist hjá mér og hallaði sér fram svo að barmurinn ... he he he... ég stal víst dömunni hans Finns.

föstudagur, október 22, 2004

Atvinnulaus í atvinnuleit

Um þessar mundir er ég í atvinnuleit. Ég sem sagt er að leita mér að vinnu sem grafískur hönnuður og í gær fór ég í viðtal á stofu sem heitir SIX (sex ...he he). Viðtalið fór alveg ótrúlega vel og þeir þóttust lítast vel á möppuna mína og svona, en við skulum sjá til hvort þeir hafi aftur samband.

miðvikudagur, október 20, 2004

Fyrsta bloggið mitt

Þá er komið að því ... ég er byrjuð að blogga, eitthvað sem ég ætlaði aldrei að gera. Ástæðan er líklega að ég er stödd í London fjarri vinum og vandamönnum og þar sem ég er svo lélegur email skrifari og gleymin get ég núna skrifað jafn óðum um daginn og veginn. Ég ætlaði reyndar aldrei að flytja til London heldur, en svona er þetta...

My mama always said life was like a box of chocolates. You never know what you're gonna get. Forrest Gump (Tom Hanks)

Yfir og út.