sunnudagur, mars 27, 2005

Gleðilega Páska!

Óvæntir gestir

Ég gleymdi að segja ykkur frá því í síðasta bloggi að það er akkurat ár síðan við fluttum til London. Í dag er það sem sagt eitt ár og 3 dagar.

Fengum óvænta gesti um helgina, tveir bakpoka ferðalangar, Steini og Himmi. Fluginu þeirra í Keflavík, síðasta föstudag, var frestað sem gerði það að verkum að þeir missa af fluginu sínu í Standsted áfram á leiðinni til Köln, þar sem þeir áttu að mæta í brúðkaup núna í þessum skrifuðum orðum. Áttu þeir í staðinn bókað annað flug til Köln eld snemma í morgun til að ná í brúðkaupið, vöknuðu þeir svo í tæka tíð, að þeir héldu (og við reyndar líka) – kom síðan í ljós þegar þeir loks náðu í bíl útá lestarstöð að það var búið að flýta klukkunni um einn klukkutíma. Mættu 10 mín of seint í tékk inn og fengu ekki að fara um borð þó að þeir væru ekki með neinn farangur. Komu þeir svo með skottið á milli lappanna aftur hingað í morgun. Eru þó farnir aftur, ákváðu að fara til Brighton til að gera eitthvað í staðinn þar sem þeir þurftu að sætta sig við að hafa misst af brúðkaupinu. Koma svo aftur hingað á mánudag/þriðjudag til að ná í farangur sem þeir skildu eftir. Vona að þessi óheppni haldi ekki áfram þar sem þeir eiga allavega 6 vikna ferðalag eftir, flug til suð-austur Asíu og þaðan með lestum og ferjum í gegnum Kína, áfram til Pétursborgar og svo eitthvað ...

fimmtudagur, mars 24, 2005

Stuðmenn

Haldiði að ég hafi ekki bara unnið tvo miða á Stuðmannatónleika í Royal Albert Hall hjá Lucky Fairs, Iceland Air í boði Baugur Group! Er að fara í kvöld með Sindra. Við höfum heldur aldrei séð þá á sviði þannig að þetta verður spennandi. Svo er aldrei að vita nema maður hitti einhverja Íslenska vitleysinga sem hafa flogið til London sérstaklega til að fara á þessa tónleika.

föstudagur, mars 18, 2005

Sól sól skín á mig...

Það er dálitið skrítið, en það er einsog einhver hafi kveikt á vorinu í fyrra dag. Daginn áður en vorið kom var ég með trefil og vettlinga á mér, en svo varð 17 stiga hiti og sól. Yndislegt!

sunnudagur, mars 13, 2005

Væri það ekki gott ef það væri til einhver sem gæti lesið hugsanir mans betur en maður sjálfur og jafnvel hugsanir sem maður hefur ekki hugsað um ennþá, og sagt þér hvað þú ættir að gera í einu og öllu? Væri þá ekki allt mikklu auðveldara? Hafiði ekki öll hugsað þetta á einhvern hátt? Ég hef reyndar huggað mig við það að "þetta reddast"

...allavega oftast.

miðvikudagur, mars 09, 2005

This is me...

Ég talaði um daginn um Self Portrait sem við áttum að gera á illustration námskeiðinu. Áttum við, í stuttu máli sagt, ekki að gera eiginlega sjálfsmynd heldur eitthvað sem myndi lýsa okkur sjálf á einhvern hátt. Fyrir rest ákvað ég að gera þriggja ramma comic strip um sjálfa mig sem ég kalla This is me... – allar sannar sögur enn sem komið er. Hérna getið þið séð snilldina – svo er auðvitað kominn linkur hér til hliðar. Auk þess hef ég líka komið mér upp vísi af heimasíðu sem þið getið líka kíkt á ef þið viljið – linkur hér til hliðar á solla.net.
Það eru komnar inn í mynda-albúmið mitt myndir frá síðustu helgi í Barcelona, einnig nokkrar gamlar myndir frá því þegar við vorum ný flutt hingað til London.

þriðjudagur, mars 08, 2005

Löng helgi i Barcelona

Þetta var góð góð helgi. Barcelona er yndisleg borg. Ég held að ég hafi ekki hætt að brosa allan tíman. Einn daginn hlýt ég að eiga heima þarna og kunna spænsku reiprennandi.
Hittum Evu og Þór á Plaza Catalunya á föstudagskvöldið og fórum þaðan heim til þeirra í Borne og skiluðum af okkur farangrinum og fórum út að borða á Tapas stað, drukkum Sangríu og bjór. Héldum áfram drykkju á Mamainé sem er á Plasa (Paseo) del Borne þar sem kona í gíraffakjól serveraði Mojitos og öðrum drykkjum ásamt poppkorni. Mæli með honum, fór þangað nokkrum sinnum í hitt-í-fyrra-sumar með Boggu.
Daginn eftir fórum við í heimsókn til Brynju, Gísla og Ými og fórum svo út í Lunch með þeim. Skildum við svo við þau og fórum heim til að hvíla okkur og gera okkur fín. Um kvöldið var svo Þorrablót Íslendigafélagsins í Barcelona þar sem við fengum góðan íslenskan mat og er hangikjöt með uppstúf og kartöflum mitt uppáhalds. Hittum þar til dæmis Eyjó og fleirri kunnuleg andlit. Eftir matinn var svo sungið hástöfum íslensk lög með harmonikku undirspili Óla Adolfs (minnir mig að hann hafi heitið). Svo var Þórhalldur DJ sem spilaði skemmtilega músik með græju sem stóð á Diskótekið Dísa. Eftir þetta var svo haldið heim til Evu og Þórs með tíu bjóra sem við keyptum af manni útá götu fyrir eina evru stykkið. Náðum ég og Eva að vaka til 7 um morgunin eftir að hafa fylgt Brynju heila á höldnu að lestarstöðinni um 5 leitið.
Sunnudagurinn fór í meira át, göngutúr um Römbluna og ferð í Teleféricos de Barcelona þar sem við fengum gott útsýni yfir borgina. Gengum svo með fram ströndinni og löbbuðum hring i kringum Sagrada Família. Fórum svo á heimaslóðir og borðuðum frábæran mat á fínum veitinsgastað sem heitir Sikkim á Plaza Comercial í Borne. Ég fékk mér Önd með jarðaberjum, vínberjum og engifer sultu einhverskonar. Eva fékk sér Lamb með súkkulaðisósu, perum og eplum.
Mánudagur var svo heimferðardagur, náðum þó að hitta Brynju aftur og borða meiri mat saman. Ég og Sindri kvöddum svo liðið sem þurfti að fara að sinna sínu, Eva meðal annars var að fara í skólann í fyrsta sinn, svo að við Sindri höfðum 3 tíma útaf fyrir okkur áður en við lögðum af stað útá flugvöll.

Takk fyrir mig!!

föstudagur, mars 04, 2005

Barcelona

Skemmtilegt! ég er á leiðinni í helgarferð til Barca í með Sindra seinni partinn!

fimmtudagur, mars 03, 2005

To the dogs

Fór með hópnum á illustration námskeiðinu í smá vettfangsferð síðasta þriðjudag til að teikna og fá smá innblástur – og var ferðinni heitið á Walthamstow Stadium þar sem keppt er í Grayhound racing. Þarna gat maður lagt pening undir og fengið meiri pening til baka ef maður var heppinn. Emma lagði eitt pund undir og fékk tíu til baka. Sara lagði undir 50 pence og vann eitt pund og 75 pence – þannig að það var svo sannarlega lukka með í för. En að teikna hunda á þessari ferð er ekki hægt svo maður hélt sig bara við að teikna gömlu karlana og kerlingar sem voru þarna í góðum gír að veðja á sína hunda, drekka bjór og narta í franskar með vinegar og salti. Ég auðvitað gleymdi að taka með myndavél svo ég reyna að múta einhverjum til að láta mig fá nokkrar myndir.
Þetta er ábyggilega fínn staður til að fara út og gera eitthvað svona öðruvísi sérstaklega ef maður er grand á því og fer inn í fína partinn af höllinni þar sem er veitingastaður með útsýni á veðhlaupin.

miðvikudagur, mars 02, 2005

Anaesthetic awareness

Var að hlusta á útvarpið, í fyrra dag minnir mig, það var verið að tala um anaesthetic awareness. Það er þegar sjúklingur sem er á leiðinni í aðgerð en er fullmeðvitaður þó það sé haldið að það sé búið að svæfa hann. Sjúklingurinn er algerlega lamaður og getur ekkert gert til þess að láta vita af því að hann sé ennþá vakandi og finni til. Hann getur ekki opnað augun eða gripið í neinn – svo er bara byrjað að operera.... skæri – skæri, hnífur – hnífur... sjúklingurinn finnur lykt af blóði, finnur að það er verið að hjakkast í sér og heyrir hvað er í gangi. úff... ég fæ alveg hroll...