laugardagur, júlí 30, 2005

Við Sindri verðum komin aftur til London annað kvöld. Blogga meira um ferðina þegar heim er komið.

Til hamingju með afmælið Davið!! og takk fyrir okkur.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Noregur 8-12. júlí

Þá erum vid búin að vera nokkra daga í Noregi. Búið að vera 30 stiga hita allan tímann, ekki amarlegt það. Davíð bróðir minn sótti okkur á flugvöllinn í Osló svo var ferðinni heitið til Kjell Øivind sem er bróður sonur pabba. Gistum þar um helgina og gátum skoðað Osló dálitið. Ég og Sindri keyptum okkur miða í tveggja hæða túrista-strætó og fórum hring í bænum. Skoðuðum það helsta einsog Vigelandsparken, konungshöllina, Þinghúsið og Akershus Festning (virki). Strætóinn fór einnig til Bygdøy þar sem við skoðuðum víkingaskip. Þessa helgi náðum við líka að kíkja á næturlífið, grilla, fara ut å bade i Katten og fara út að borða. Á sunnudeginum skoðuðum við öll konungshöllina áður en við héldum áfram ferðinni til Holmestrand. Kjell Øivind sagði okkur frá því að hann hefði staðið vörð við höllina þegar hann gengdi herþjónustu. Áður en við fórum til Holmestand komum við reyndar við á Nesodden þar sem elsti bróðir pabba, Arne og konan hans, Lisbeth eiga heima (foreldrar Kjell Øivind).
Nú erum við svo í Eplerød (Homestrand) hjá Inger (systur pabba) og Tore manninum hennar. Sunnudagsvköldið sem við komum til þeirra var þar heil móttökusveit, restin af systkinum pabba, Kari og Olav og konan hans Tove, Mor (amma) og Jan Kristian (sonur Inger og Tore).
Í gær fórum við í stutt ferðalag til Tønsberg sem er elsti bær (871) noregs. Versluðum smá, fengum okkur pizzu og skoðuðum Slottsfjellstornet. Á leiðinni heim aftur komum við við i Eidsfoss og fengum okkur bjór.
Við verðum líklega í Eplerød í einn tvo daga í viðbót áður við leggjum í hann til Ålesund, sem er ca. 7 tíma akstur héðan.

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Noregs ferð

Einsog staðan er núna er 38 manns látnir og 700 manns hafa slasast. En þið eruð væntanlega búin að fylgjast með fréttum svo að ég hef ekkert við þetta að bæta.

Ég og Sindri erum bara að pakka niður fyrir noregsferðina og búin að panta leigubíl útá flugvöll um hálf átta í fyrramálið, svo að það verður ekkert vesen – vonandi. Þið fáið ábyggilega eitthvað að heyra eitthvað í okkur, en komum aftur til London í lok júlí.

Sprengjur í Lundunarborg

London hefur orðið fyrir nokkrum sprengingjum í morgun – í Undergroundinu (Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street and Russell Square stations) og allaveg einn strætó í Russel Square hefur sprungið. Lögreglan var fyrst að kenna rafmagsbilun um sprengingarnar í lestarkerfinu, en það lítur út fyrir að sprengjur hafi orsakað rafmagsbilununni. Allt lestarkerfið og strætóar í Central London er nú niðri, verið að tæma allar lestarstöðvar og strætóa. Hundruðir fólks er úti á götu og vita ekki hvað er að gerast eða hvert það á að fara. Fullt af fólki sem hefur verið í undirgroundinu hefur særst, atað blóði og ösku...


Og ég og Sindri erum að far til noregs eld snemma í fyrramálið...

föstudagur, júlí 01, 2005

Loksins...

Loksins fékk ég bréfið frá CSM en hann neitaði mér. En ég er alveg sátt og hlakka til að byrja í Camberwell 12. september.

Við erum svo búin að vera með gesti í vikunni, Þór og kærastan hans Andrea. Þau buðu okkur svo út að borða (sem er díllinn í staðinn fyrir gistingu) í gærkvöldi á Great Eastern. Þurí systir hans Þórs kom til London í gær svo að hún kom líka með okkur út að borða. Eftir frábæra máltíð og einn drykk á barnum fórum við og fengum okkur fleirri drykki á Dragon, svona artí bar þar sem Banksy átti verk uppá vegg.