þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Arcade Fire

Fór á tónleika í gær með Arcade Fire án þess að hafa hugmynd um hvaða hljómsveit þetta væri, ásamt nokkrum vinnufélögum Sindra og vinum þeirra (allir Íslendingar nema ein). Googlaði þess vegna hljómsveitina áður en ég lagið af stað. Inná MySpace síðuna þeirra og fann þar eitt lag sem ég kannaðist við. Það er dálítið erfitt að vera á tónleikum þar sem maður þekkir ekki lögin og sér ekki neitt. Mér fannst reyndar lögin ágæt, minnti mig dálítið á Suede (og þó?). Sindra fannst þetta hinsvegar leiðinlegt þannig að við ákváðum að stinga liðið af og fara bara heim snemma. Sorry guys! Við vorum hvort eð er búin að týna liðinu. Þrátt fyrir að sjá ekki á sviðið, þá var sviðsmyndin, ef ég get kallað það það, rosa flott hjá þeim og ég gat allavega séð á kringlóttu skjáina sem voru hátt uppi sitt hvoru megin á sviðinu og á bak við sviðið og sýndu það sem var að gerast á sviðinu frá nokkrum sjónarhornum.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Jólagjöfin í ár

Ég er að selja myndir eftir mig á Etsy - solla.etsy.com. Ef einhver í vandræðum með hugmyndir að jólagjöfum endilega bendið þeim á myndirnar mínar. :)

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Heimsókn frh.

Við erum búin að búa í London í 3 og hálft ár núna og aldrei farið á söngleik fyrr en um daginn þegar foreldar Sindra og systir voru í heimsókn og við fórum öll á Mamma Mia - í boði tengdó - takk fyrir okkur! Söngleikurinn eða söguþráðurinn er búinn til úr Abba-lögum. Uppsetningin minnti mig þó dálitið á nemendaleikhús, kannski vegna þess að sviðið var frekar lítið, en sætin sem við fengum voru góð, reyndar voru líklega öll sætin í húsinu góð þannig séð. En þetta var ágætis skemmtun en minna "show" en ég átti von á. Tónlistin var live og það var hægt að sjá glitta í hljóðfæraleikarana undir sviðinu og hljómsveitarstjórin sat í fremstu röð í miðjunni með hljómborð og spilaði og stjórnaði - hress gaur.

Hver vill koma með okkur á We will rock you?!

Efnisorð: ,

mánudagur, nóvember 12, 2007

Til hamingju með afmælið Bogga!!!

Efnisorð:

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Heimsókn

Ég og Sindri fengum heimsókn í síðustu viku frá foreldrum hans og systur. Það er svosem ekki frásögufærandi en það var gaman að fá þau í heimsókn. Nokkrar myndir hér.

Efnisorð: ,

föstudagur, nóvember 09, 2007

UK Stitch 'n Bitch Day


socks_2.JPG, originally uploaded by Solla.

Yfirleitt þegar maður hugsar um nörda kemur upp í hugann tölvunörd, forritari, o.s.frv. Það eru líka til annarskonar nördar, nefninglega handverks nördar. Ég er ein af þeim. Ég fer ásamt Ellen vinkonu minni annan hver miðvikudag í garnbúð til að prjóna eða hekla ásamt öðrum konum. Búðin er líka með vínveitingarleyfi sem er ekki verra ef maður er þyrstur.

Á morgun verður haldin ráðstefna hérna í London sem nefnist UK Stitch 'n Bitch Day. Þar verða haldin ýmis námskeið, skemmtiatriði og markaður. Ég verð að passa budduna svo að ég missi mig ekki í garninnkaupum.

Ég kláraði sokkana mína í gær. Þeir urðu dáltið misjafnir og pinku lítið of stórir en kannski minka þeir í þvotti. Ég þarf að æfa mig í að prjóna alltaf jafn þétt.

Efnisorð: ,