fimmtudagur, mars 30, 2006

Sól sól skin á mig...

Vorið er að koma og ég tók eftir flví í dag að laufin eru að springa út á trjánum – og mér er ekki lengur kallt. Komin í sumarjakka og trefill og vettlingar skildir eftir heima. Ég er flannig að flegar mér er ekki kallt verð ég mikklu glaðari.

Tíminn líður svo hratt og önn númer 2 er svo gott sem búin, og sú þríðja og síðasta byrjar eftir páska. Útskriftin nálgast óðum. Sýningin á að hengjast upp 4. júlí og opnar officially 10. og verður til 16. að mér skilst. Ykkur er að sjálfsögðu boðið. Fystir koma fystir fá svefnsófann.

Ég er búin að henda inn nokkrum myndum frá síðustu helgi.
Okkur Sindra og fleirrum var boðið heim til Finns og Alberts í Sushi. Það var svaka gott og vel gert, og fallega boðið.

Sushi í boði Finns og Alberts

Næsta mánudag förum við á Depeche Mode tónleika á Wembley Arena. Wee!! Keyptum 3 miða af því að Finnur ætlaði með, en svo kemur í ljós að Gulla verður hjá honum þá og við gátum því miður ekki reddað fjórða miðanum svo að það lítur út fyrir að við Sindri forum tvö ein. Sem er ekkert verra.

Verðum á íslandi í fjóra daga eftir páska. Munum skoða nýfæddann frænda (barn Signýjar eldri systur Sindra) og svo er líka ferming Ástrósar (yngri systir Sindra). Svo að það verður mikið og skemmtilegt að gera þegar við kíkjum á Klakann og hittum flölskyldu og vini.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Trinidad & Tobago v Iceland

Vináttuleikur í fótbolta, Trinidad & Tobago gegn Íslandi, var haldinn hér í London í gærkvöldi – í skíta kulda. Ég vann tvo miða frá Icelandair Lucky Fares og nokkrir vinnufélagar Sindra voru búnir að kaupa miða á leikinn. En því miður voru númeruð sæti og ég og Sindri gátum ekki setið með hinum, reyndum að finna leið niður en gekk ekki. Við sáum þó Íslenska fánann hans Finns fyrir neðan okkur. 7890 manns mættu á leikinn og hvað ætli hafi verið margir Íslendingar á leiknum – kannski 70? Við héldum auðvitað að Ísland myndi vinna (af því að þeir eru bestir) þar til 10 mín voru liðnar og andstæðingarnir höfðu þegar skorað sitt fyrsta mark. Leikurinn fór 2-0 fyrir T&T. Íslendingar kunna bara ekkert í fótbolta greyjin, nema Eiður.