þriðjudagur, apríl 18, 2006

Í tilefni dagsins

Í tilefni dagsins var ég vakin snemma og morgunmatur beið mín frammi, nammi namm... en því miður þurfti Sindri að fara í vinnuna því páskafríið er búið, svo ég verð bara að skemmta sjálfri mér í dag. Kannski ég fari í göngutúr og taki myndavélina meðferðis ...eftir hádegi.

sunnudagur, apríl 16, 2006

Páskadagur 2006

Gleðilega páska öllsömul!
Þau eru samt ekki jafn gleðileg hjá okkur því við Sindri fáum ekkert páskaegg í dag. Fórum í þrjár búðir í gær og öll páskaegg uppseld. Það bætir þó upp missinn að Ellen, Ameríska bekkjasystir mín, er búin að bjóða okkur í te-boð seinnipartinn, þar sem hápunkturinn verður fyrsti þáttur í nýrri seríu Doctor Who.

laugardagur, apríl 08, 2006

Í eldhúsinu í Balppa House

Sindri er svo myndarlegur þegar hann tekur sig til – sem er því miður allt of sjaldan.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Skólinn minn

Hérna sjáið þið mynd af ekki svo fallegu byggingunni sem skólinn minn er í – en útlitið er ekki allt.

Depeche Mode

Tónleikarnir í gær voru frábærir!! þrátt fyrir ekkert svo frábær sæti. Myndin er tekin úr sætunum okkar, rétt áður en Depeche Mode stíga á sviðið. Flottasta lagið á tónleikunum að mínu mati á var Home sem var sungið af Martin, en David var að sjálfsögðu flottur líka.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Vorkvöld í Lon og don...

Tók þessa mynd af Sindra áðan. Hún er tekin í Borough hverfinu rétt hjá okkur. Sjáiði fínu trén í blóma.