sunnudagur, ágúst 28, 2005

Notting Hill Carnival

Kíktum á Notting Hill carnivalið áðan með Lailu, þemað á carnivalinu var "Unity and Diversity". Hérna eru nokkrar myndir og hérna er smá um sögu carnivalsins. Mögnuð stemmning og sól og blíða. Sindri sólbrann dáltið á bringunni, er með svona V-hálsmáls far núna – mjög smart. Komum heim rúmlega 7 alveg uppgefin, fórum uppí rúm og steinsofnuðum í 3 tíma. Það er greinilega ekkert grína ð fara á carnival...

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Helgarferð og ný íbúð

Mamma og Katrín litla systir eru í heimsókn hjá okkur, komu síðasta sunnudag. Um helgina fórum við og fengum bíl til leigu, sem var mikklu ódýrara en við bjuggumst við. Við keyrðum (réttara sagt Sindri keyrði – og í fyrsta skipti í vinstri-umferð) fyrst til Stonehenge og skoðuðum það í hellidembu. Keyrðum svo til Salisbury og skoðuðum okkur smá um og fengum okkur kvöldmat. Við Sindri skoðuðum bæði Stonehenge og Salisbury í fyrrasumar en vorum ekki svona óheppin með veðrið þá. Svo keyðum við til Bournemouth og ætluðum að finna okkur gistingu þar en ekkert hótel var að fá svo við ákváðum að keyra bara aftur til London og fara aftur af stað næsta morgun. Ætlunin var að fara til Bournemouth á ströndina daginn eftir en það var ekki útlit fyrir strandarveður svo að við ákváðum að skella okkur í Legoland í staðinn. Legoland var rosalega skemmtilegur staður, fórum í nokkra rússíbana og svoleiðis, veðrið var líka fínt, þótt það hafi alveg mátt vera betra.

Annars er annað í fréttum að við erum búin að finna okkur íbúð í Borough og flytjum 1. september, og þið eruð velkomin í heimsókn þangað líka. Og ég byrja í 3 vikna undirbúningsnámi í ensku á morgun, lista- og hönnunartengt, 3 tíma á dag, áður en skólinn byrjar í september.

Myndir frá Noregsferð og fleirra er væntanlegt, vonandi get ég gefið mér tíma í næstu viku.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Afmælisbarn dagsins

Til hamingju með afmælið Fríða mín!! vonandi áttiru góðan dag.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Norge - 14. 31. júlí - Ferðasaga

Best að klára ferðasöguna...
Að hádegi 14. júlí lögðum við af stað frá Eplerød (Homestrand) og til pabba í Sjøholt (ekki svo langt frá Ålesund). Vorum ca 12 tíma á leiðinni, þar af ca 4 tíma stopp. Fyrsta stopp var hjá Vigdis (dóttir Tove konu Olav sem er bróðir pabba), hittum einnig manninn hennar Ove og börnin hennar tvö af þrem, Espen (16) og Stine (11), sá þriðji sem við hittum ekki heitir Sindre og er 14. Annað stopp var Hadeland glassverk og svo kvöldmatur í Gjøvik (átti heima þar frá 5 til 9 ára aldurs ef ég man rétt). Vorum sem sagt komin rétt eftir miðnætti til pabba sama dag.

Hjá pabba og Synnøve var svo mest megnis bara afsöppun, Sudoku, Playstation og Yatzy. Náðum að húkka pabba og Synnøve á Sudoku ..he he. Fórum reyndar í göngutúra í nágrenninu, aðallega tré og dýr að sjá enda eiga þau heima uppí sveit. Heimsóttum líka Davíð, hann á heima í Ålesund, og fengum að nota internet. Fórum líka tvisvar ef ekki þrsvar í með rútu í miðbæ Ålesund til að skoða arkitektúrinn (og túristabúðir). Ålesund er frægur fyrir einstakan arkitektur, kallaður Jugend-bærinn (Art Nouveau). Bærinn var eyðilagður í bruna 1904 og var endurbyggður í Jugend-stíl. Eitt skiptið sem við vorum í Ålesund var Báta festival í gangi, skoðuðum báta og fórum í þyrluflug yfir bæjinn.


Ég nenni ekki að skrifa meira núna framhald kemur hér fyrir neðan seinna...