þriðjudagur, júní 21, 2005

Í dag...

Var rosalega dugleg að synda í morgun, sinnti 1500 metra, var ca hálftíma að því. Svo á morgun fer ég í heilsutékk (ástands-skoðun) hjá einkaþjálfara, mæla blóðþrýsting, þol, fituprósentu, þyngd, hæð o.fl. Fyndið að sjá hvernig sumir synda. Í morgun var gaur sem sinnti skriðsund einsog flóðhestur, það heyrðist splash í hverju hand-taki og líka með með lappirnar í sundur og svo kona sem synnti bringusund á hlið, með aðra kinnina fram, með sundgleraugu en setti samt hausinn ekki ofaní... skrítið fólk...

Er líka búin að klára að bæta inn fullt af myndum frá síðustu helgi inní júní möppuna, kannski allt of margar... en já já.

Finnur smitaði mig af Sudoku sem er japanskt, einsskonar talna krossgáta. Gott fyrir heilann – heilaleikfimi.

Svo er ég orðin grasekkja og verð það í 4 daga því Sindri fór aftur til Íslands en núna í vinnu-erindum.

mánudagur, júní 20, 2005

Af með spikið!

Keypti kort í gym áðan, synnti 5 eða 600 metra, fór í ljós, fór heim, borðaði túnfisk, tómat og drakk appelsínusafa. Stefni líka á að drekka meira vatn, sem verður kannski ekki svo erfitt núna þar sem það er orðið svo helvíti heitt. Held að það hafi verið heitara hér en í BCN um helgina og átti erfitt með að sofnað í nótt fyrir hita. En ég er allavega byrjuð í heilsuátaki núna, í dag, ætla að minnka ofát og rugl – af með spikið!

Á miðvikudaginn flutti Albert (vann hjá Orego), kunningi Sindra til London og er byrjaður að vinna hjá VYRE (einsog Sindri). Hann býr hjá okkur núna þangað til hann er búinn að finna sér sína eigin íbúð. Í byrjun vikunar var Finnur (líka vinur Alberts) mættur hingað í vinnuferð (vinnur hjá Orego), framlegdi vinnuferðina auðvitað og gisti hjá okkur frá fimmtudegi til sunnudags. Það er alltaf gaman að fá Finn í heimsókn því að þá er alltaf planað eitthvað skemmtilegt. Það sem stóð uppúr var indverski veitingarstaðurinn Bombay Brasserie í South Kensington, ofboðslega góður matur og góð þjónusta. Forréttur, aðalréttur og Cobra Coffee í deser sem var hápunktur kvöldsins. Vorum færð inní betri stofuna þar sem drykkurinn, flamberað kaffi með whisky og appesínu bragði/keim, var búinn til með tilþrifum (sjá myndir). Glösin voru fyrst skreytt að innan með bráðnum sykri en glasið"for the lady" var skreytt sérstaklega. Svo var stefnan tekin á Soho og á gay clúbb sem heitir Too 2 Much, allt öðruvísi og skemmtilegri stemning en á streit klúbbum. Ég og Sindri höfðum farið þangað einu sinni áður með Írisi frænku minni og konu sem er að vinna með henni sem er samkynhneigð en þær vinna hjá Hjálpartækjamiðstöð TR og voru hér í vinnuferð í maí minnir mig. Annað skemmtilegt var líka vínsmökkunin sem ég var búin að segja ykkur frá.

föstudagur, júní 17, 2005

Það er 17. júní...

Hæ hó og jibbí jey og jibbíi jey! Gleðilega hátíð öll sömul.

miðvikudagur, júní 15, 2005

Vín smökkun í Soho

Mér og Sindra var boðið í vínsmökkun í gærkvöldi með Finni og Einari yfirmanni hans sem eru hér í vinnuferð. Vínsmökkunin fór fram hjá Milroy's of Soho. Þetta voru 6 mismunandi Bordeaux rauðvín. Fyrir aftan nafnið á víninu stendur hvaðan þau eru. Mer fannst vín nr. 3 og 6 best. Hef þó ekkert vit á vínum, en þetta var mjög gaman.

1. 2001 I´Enclos du Chateau Lezongars, 1 er Cotes de Bordeaux
2. 1999 Les Ailes de Berliquet, 2nd Wine of Chateau Berliquet, St. Emilion Grand Cru Classé
3 1997 Chateau de Fieuzal, Pessac-Léognan
4. 1995 Chateau Lanessan, Cru Bourgeois Supérieur, Haut-Médoc
5. 1995 Chateau Potensac, Grand Cru Bourgeois, Médoc
6. 1997 Clos du Marquis, 2nd Wine of Chateau Leoville Lascases, St.-Julien

Það eru svo komnar nokkrar nýjar myndir til viðbótar í mynda-albúmið mitt. Myndir frá vínsmökkununni, Emilíana Torrini tónleikana í Tate Britain og fl.

þriðjudagur, júní 14, 2005

Durty weekend in Reykjavík – ferðasaga

Ég og Sindri skruppum til Reykjavíkur á föstudag, vorum lennt í Keflavík rétt fyrir ellefu um kvöldið, mamma og Kartín litla systir sóttu okkur. Sindri fór svo á létt djamm meðan ég var heima hjá mömmu. Á Laugardaginn tókum við strætó að Bakkastöðum og fengum lánaðan bíl, fórum svo og hittum gott fólk í lunch á Vegamótum, Boggu, Fríðu og Hlyn. Eftir það fórum ég og Bogga í klippingu og urðum svaka sætar, þ.e. sætari. Svo var það bara að taka sig til og pikka upp Helgu og Marco sem ætluðu að mæta i grill og potta-partý til okkar að Bakkastöðum. Notaði tækifærið og skoðaði íbúðina þeirra í leiðinni sem þau keyptu fyrir ekki svo löngu síðan. Hlynur, Finnur og Pétur (frændi) mættu líka í grillið. Finnur og Pétur fóru snemma því þeir voru að fara i útskriftarveislu frænku sinnar. Seinna um kvöldið þegar við vorum á leiðinni í pottinn mættu með látum herra Baldur og frú með auka lið með sér sem fengu lánuð sundföt og við fórum öll í pottinn, nem Helga og Marco sem ákváðu að láta sig hverfa. Potta-partíið fór að mestu leyti vel fram og vorum heppin með það að húsin sitthvoru megin við voru mannlaus. Undir lokinn hljóp galsi í strákana og hlupu niðrí fjöru einsog beljur að vori, týndu sundskýlunum á leiðinni og óðu úti litla eyju fyrir utan (ef kalla má eyju ). Ég og tvær aðrar gátum ekki verið minni menn og lékum eftir. Það fór þó bara ein úr sundfötunum. Um fimm leytið voru allir farnir og við komin uppí rúm. Um hádegið á sunnudag var svo mætt öll móðurættin hans Sindra í kaffi, svo að það var ekki mikið sofið út. Kvöldmatur hjá mömmu. Nammi og kók heima hjá Boggu um kvöldið, á meðan hitti Sindri Hlyn og horfðu saman á sólsetrið í Öskujuhlíðinni. Mánudagur. Fórum með litlu systur niðrí bæ fyrir hádegi, löbbuðum Laugaveginn, keyptum okkur Kína-skó og fengum okkur SS pulsu og ís í góða veðrinu. Um hádegið vorum við svo komin aftur heim til mömmu til að gera okkur klár fyrir heimferð. Mamma hans Sindra og Signý eldri systir hans komu svo til að keyra okkur útá flugvöll. Tékkuðum okkur inn á flugvellinum og þar sem við vorum dálitið snemma í því skurppum við inní Keflavík og fengum okkur kókó mjólk og snúð. Svo var flogið heim.

Var að segja inn þær fáu myndir sem ég tók í grillpartýinu, þar getið þið séð eyjuna sem vaðið var útí. Það var þó að falla frá þegar við óðum útí. Ég tók engar myndir af stripplinu en gæti kannski orðið mér úti um þær.

fimmtudagur, júní 09, 2005

Fékk loksins að heyra frá Saint Martins um daginn og var boðuð í viðtal og var að koma úr því núna. Viðtlalið gekk ágætlega, hefði kannski mátt svara nokkrum spurningum betur en ég var pínu stressuð. Mér var sagt að ég fengi svar eftir viku eða tvær. Ég verð bara að vera jákvæð og vona eftir jái, en ef þeir segja nei er það líka allt í lagi, ég er með pláss hjá Camberwell. Er núna á leiðinni út að hitta L&L í lunch og ætla að taka það rólega það sem eftir er dags.

sunnudagur, júní 05, 2005

Menning er góð

Á föstudag var menningar-dagur hjá mér og reyndar fleirrum – fyrst var það National Gallery (lista-menning), Þar sem ég hitti L&L. Eftir það fengum við okkur pizzu (matar-menning) og hvítvín (vín-menning) með. Svo var leiðinni haldið í Tate Modern þar sem við ætluðum á tónleika (tónlistar-menning) með Emilíönu Torrini en komumst að því að þeir voru á Tate Britain, þannig að við fórum þangað og hittum Sindra á leiðinni. Þar var meiri vín-menning. Emilíana er voða sæt og rosa góð að sýngja, annað er ekki hægt að segja. Þetta voru skemmtilegir tónleikar – og útaf því að hún er svo sæt, er allt í lagi þótt hún segi skrítna brandara á ísl-ensku á milli laga og gleymir svo textanum í einu aðal laginu. Henni er allt fyrirgefið.

Núna er Sindri byrjaður að æfa sig í norsku á internetinu, er farinn að hlusta og reyna að skilja norskan framburð og apar líka stundum upp eftir tölvunni til að æfa sig að tala. Fimm mínutur á dag í mánuð og þá kann maður norsku. - God dag! - God kveld! - Morn! - Hyggelig å treffe deg! og svo framvegis (og så videre). Ha det bra, vi sees snart igjen.

föstudagur, júní 03, 2005

Til hamingju með ammælið Eva!!!

miðvikudagur, júní 01, 2005

Rosalega endaði Twin Peaks einkennilega... kannski ekki við öðru að búast heldur. En það var gaman að rifja upp þessa þætti, ég sá reyndar ekki alla á sínum tíma – ekki þættina sem gerðust eftir að morðið á Lauru Palmer var leyst.

Síðasta föstudag fór ég með Lúlla og Lailu í lengsta pikknikk ferð sem ég hef farið í. Vorum mætt útí Victoria Park sem er rétt hjá mér um eitt leitið og fórum ekki fyrr en að verða hálf tíu um kvöldið. Veðrið var líka yndislegt og gátum verið á bikiníinu allan tímann eiginlega. Sindri kom svo eftir vinnu með kampavínsflösku sem hann fékk gefins í vinnunni. Sóttum svo pizzur sem eru bakaðar á bar rétt hjá (Þar var engin önnur en Emíliana Torrini) og fórum með aftur útí garð.

Helgarferð til Íslands framundan.