föstudagur, apríl 29, 2005

Bíó

The Hitchhiker's Guide to the Galaxy í gær, skemmtilegt! Mæli með henni. Svo er Star Wars - Rise Lord Wader, næst á dagskrá, 19. maí. Wee!

Er ekki einhver á leiðinni í heimsókn?!!

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Ef þið viljið vita

stöðu mála þá er það eftir farandi; Í fyrra sótti ég um MA nám hjá Saint Martins en komst ekki inn. Í ár ákvað ég að sækja um fleirri skóla til að vera örugg. Ég ákvað að sækja bæði um BA í illustration og MA í illustration. Um daginn var ég hætt við að sækja um BA af því að ég fæ ekki námslán (þ.e. skólagjöld) lánuð hjá LÍN. Svo liggur það kannski beinna við að fara í MA á eftir BA, en ekki annað BA á eftir BA. Allavega – ég sótti samt um og fékk inngöngu í Westminster, BA illustration, og var mér boðið pláss með annars árs nemum. En fyrir viku síðan sótti ég aftur um Saint Martins (tveggja ára MA) auk Camberwell (eins árs MA). Ég fæ full námslán hjá LÍN fyrir þessu. – Ég ætla að bíða og sjá hvað kemur útúr þessum umsóknum áður en ég tek endanlega ákvörðun, þ.e.a.s. ef ég þarf að taka ákvörðun.
Ég er líka byrjuð að leita mér að vinnu fyrir sumarið.

Það er búið að spá sumarveðri um helgina. 25 stiga hiti og sól á sunnudag. Það er helli-demba núna. og þrumur.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

27 ára!

Í gær varð ég einu ári eldri en ég var í fyrradag. Var með matarboð í tilefni dagsins og var með Herdwick lambalæri í matinn, sem ég og Laila fundum á Borough Market. Laila kom til mín fyrr um daginn og hjálpaði mér að elda. Maturinn heppnaðist mjög vel, kjötið var alveg einsog Íslenskt læri og sósan varð góð. Sósubréfin voru sem sagt ekki notuð sem voru keypt ef ske kynni að sósan misheppnaðist. Í mat komu Lúlli (og Laila auðvitað), Soffía, Gauti og ég þarf auðvitað ekki að nefna Sindra. Takk fyrir mig.

mánudagur, apríl 11, 2005

Jæja loksins búin

Er búin að vera upptekin síðustu þrjár vikur við að teikna heilan bekk af tilvonandi útskriftarnemendum Kvennaskólans í Reykjavík og munu þessar skrípa myndir birtast í árbókinni þeirra Eglu. Lúlli teiknaði einn bekk líka.

Annars er gott veður í dag, sól og blíða, búið að vera mikið um rigningu undanfarið og er búist við rigningu áfram. Held að Apríl sé svona rigningamánuður.

Best að fara að ryksuga upp allt strokið (af strokleðrinu) úr sófanum.

föstudagur, apríl 08, 2005

Heia Norge!

Noregur á eftir að vinna Eurovision í ár. Tékkið á www.ruv.is/eurovision og skoðið videoið!! Snilldarlag með glysrokk-hljómsveitinni Wig Wam sem heitir "In my dreams".