þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Pancake Day

Í dag er Pancake Day eða Shrove Tuesday. Wikipedia er með útskýringu á þessum degi.

mánudagur, febrúar 27, 2006

Þorrablót

Þorrablót Íslendigafélagsins hér í London var á laugardaginn. Vinnufélagar Sindra (ekki bara Íslendingarnir) mættu og smökkuðu meðal annars hákarl og Íslenskt brennivín en voru mis hrifin, sem ég get alveg skilið. Finnur sló í gegn, mætti í skotapilsi og komst í trommurnar hjá Páli Óskari og Milljónamæringunum sem spiluðu fyrir dansi.

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá Þorrablótinu í febrúar albúmið mitt – þar er líka að finna myndir af kollegum mínum úr skólanum o.fl.

Á morgun er svo landsleikur Trinidad & Tobago v. Iceland, við erum ekki enn búin að fara á fótboltaleik hérna í London, svo að þetta verður gaman – áfram Ísland!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Afmælisbarn dagsins

er Helga Ág. Til hamingju með afmælið!!!
Knús og kossar frá Sollu.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Nýjar myndir

Ég veit, ég er ekki búin að skrifa neitt lengi, hef bara ekki haft neitt að segja – og hef ekki enn.
Nema ég setti inn nokkrar nýjar myndir (allt of fáar) síðan Eva og Þór millilenntu í London á leiðinni heim til BCN og gistu hjá okkur eina nótt í janúar.