sunnudagur, nóvember 28, 2004

Strembin vika

Úff... búin að vera erfið vika. Skráði mig á viku námskeð, undirbúiningsmám fyrir IELTS. IELTS, International English Language Testing System, er staðall/próf sem flestir skólar á háskólastíg í Englandi vilja að umsækjendur hafi sem ekki hafa ensku sem fyrsta tungumál. Svo þarf maður að ná ákveðinni einkunn, fer eftir tegund af námi/skóla hverjar kröfurnar eru. Tók svo prófið í gær og gekk sæmilega, nema þó í Writing kaflanum, ekki alveg nógu fljót að tjá mig skriflega. Prófinu er skipt í fjóra hluta, Listening, Reading, Writing og Speaking. Þetta er frekar strembið próf og snýst aðallega um að gera allt á sem styðstum tíma, frekar stressandi. Einkunn kemur svo eftir ca tvær vikur. Þeir sem vilja vita meria um þetta próf ýtið hér. Meðfram því að læra fyrir námskeiðið/prófið var ég að klára minn hluta í magazine layoutinu fyrir blaðið (það heitir Klakinn) hennar Lailu. Tókum gott session saman á fimmtudagskvöldinu heima hjá mér til að ganga frá öllu fyrir prent (!!!!), Lúlli og Laila fórum heim til sín um 5 leitið (eftir miðnætti) :P Það verður gaman að sjá blaðið þegar búið er að prenta það. Eyddi svo restina af laugardeginum í að sofa, vinna upp svefnleysi vikunnar.

Svo styttist í það að maður heimsæki klakann, hlakka til.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Borðað með guðsgöfflunum

Það góða við að búa í london er að það er hægt að gera svo margt öðruvísi. Við Sindri, Lúlli og Laila héldum uppá afmælið hennar Boggu á föstudaginn (fyrir viku). Fórum með hana á Eþiópískan veitingasta sem heitir Lailibela. Réttirnir voru bornir fram í litlnum pottum, svo skammtaði maður matnum ofaná Injera (brauð) pönnuköku sem var í miðjunni, svo voru rúllur af þessu sama brauði sem maður reif litla búta úr til að ná sér í matarbita með. Reyndar var þetta brauð frekar súrt á bragðið en maður tók ekki eftir því nema ef maður fékk sér það eintómt. Annars var maturinn mjög góður og líka semmtilegt að borða með guðsgöfflunum.
borða með höndunum

Ég er ekki mikil kaffikona en þarna smakkaði ég besta kaffi sem ég hef fengið. Þjónninn kom fyrst með stóra skeið af kaffibaunum sem hún var að brenna til að leyfa okkur að finna kaffi-lyktina. Svo var komið með uppáhellt kaffið í könnu og brennandi reykelsi á bakka.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Á réttum stað á réttum tíma

Það skiptir máli að vera á réttum stað á réttum tíma, þá gerast óvæntir og skemmtilegir hlutir. Í dag er ár síðan við Sindri hittumst í fyrsta skipti. Hérna er stutt en fyndin saga frá þeim merka atburði.
Mér var boðið í afmæli fyrr um kvöldið til Þórs, kærasta Evu. Einhverra hluta vegna dróg ég Helgu (Árna) með mér í afmælið. Þegar við vorum búnar að drekka nóg af bollunni fór Helga með mig á Sirkus til að hitta
Svanhvíti vinkonu sína. Þar var líka Hlynur, kærastinn hennar og vinur hans. Það var laust sæti við hliðina honum svo að ég þurfti að setjast þar. Við byrjuðum að tala saman, ég hafði nú séð strákinn áður en vissi ekkert um hann. Sindri segir mér seinna að hann hafi verið að reyna að kyssa mig en ég ekki tekið eftir því. hi hi hi (Búin að drekka nokkra bjóra) Það var ekki fyrr en hann spurði " má ég bíta þig?" að ég tók við mér. En þið sem voruð á staðnum vitið hvað gerðist næst.

föstudagur, nóvember 05, 2004

5th of November

Ég ákvað að láta Data Recovery bjarga diskinum þrátt fyrir allt. Þegar ég sagði þeim að ég ætlaði að taka diskinn án þess að láta þau bjarga gögnunum vildu þau nottla ekki missa viðskiptin og buðu mér að gera þetta fyrir lægsta verð, sem er samt ógeðslega mikið. En ég er þá búin að fá gögnin sem ég hélt að væri glötuð og þarf ekki að vinna upp layoutin fyrir Lailu.

Bogga hringdi í mig í dag! Hún var á Stansted á leiðinni til Barcelona og svo kemur hún í heimsókn til mín á miðvikudaginn og verður fram á mánudag. Hlakka til að sjá hana.

Í dag er Bonfire Night í Bretlandi, allir að skjóta upp flugeldum. Wee!

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Vinnuhelgi og smá óhapp

Lúlli og Laila komu yfir til okkar á laugardagsmorguninn með fartölvur og náttföt. Byrjuðum daginn á því að fá okkur enskan morgunverð á stað nálægt okkur. Fyrir þá sem ekki vita er Laila að læra Fashion Jurnalism og er að vinna í MA verkefninu sínu núna. Verkefnið er Inflight magazine og erum við Lúlli að gera layoutið fyrir blaðið. Laila skrifar allar greinarnar o.fl. Við unnum alveg fram á mánudagskvöld og komum miklu í verk. Seinna um kvöldið eftir að L & L voru farin heim tókst mér að detta um snúruna að untanáliggjandi harða diskinum mínum og hann datt í gólfið og bilaði auðvitað. Öll vinna helgarinnar (sko bara mín vinna) inná honum og blaðið þarf að vera tilbúið eftir víku! Ekki má gleyma allt hitt dótið sem var inná diskinum.
Ég fór í gær með diskinn til Data Recovery fyrirtækis og kostaði það mig £99,88 að tékka á því hvort þeir gætu bjargað gögnunum og svo önnur £400 - £1000 að flytja gögn sem bjargað verður yfir á annan disk (sem er ekki innifalinn í veðinu). Þetta er auðvitað ótrúlegt verð.
Ég fékk að vita það í dag að það er hægt að bjara meirihlutanum af gögnunum. Sem er léttir.
Eva vinkona sem er að vinna hjá Nýherja, sagði mér að senda bara diskinn til sín og hún myndi bara láta gera við hann á verkstæðinu þar. Mikklu ódýrara en tekur auðvitað lengri tíma. En alveg þess virði.
Sem betur fer eru til útprent af því sem ég gerði um helgina og verð því enga stund að setja þetta upp aftur. Allar myndir sem ég notaði er Laila auðvita með hjá sér. Þetta reddast.

Ég er ekkert búin að herya frá SIX, hönnunarstofunni sem ég fór í viðtal hjá um daginn, geri ráð fyrir því að þau séu búin að ráða í stöðuna. Fékk reyndar smá freelance verkefni frá Offstump (þar sem Sindri er að vinna), ekkert merkilegt verkefni en gætu fylgt merkilegri verkefni í kjölfarið ef ég stend mig vel.