föstudagur, desember 17, 2004

Skildi það vera jólahjól.... dúddí rú...

Það er alveg að fara að koma að því bara sex dagar til hjóla... jóla. Við erum komin í smá jólaskap svona, erum enn að spila jólalög síðan í gær. Við (ég og Sindri, Lúlli og Laila) buðum nokkrum íslendingum (Soffíu, Evu og Hlyn) í vel heppnað jólaglögg ...og glöggin sjálf var rosa góð þó ég segi sjálf frá. Það var nú það...

miðvikudagur, desember 15, 2004

Erum að koma...

Hæ hæ og hó hó.. Ég og Sindri verðum kominn á klakann næsta laugardag!! Ég verð til 9. janúar en Sindri minn þarf að fara 3. jan. Hver ætlar svo að halda heimkomupartý?!

mánudagur, desember 06, 2004

Snillingahornið!

Ég veit ekki hvað það er stundum getur maður verið svo vitlaus. Mér tókst að sulla kertavaxi í fína græna teppið okkar. Nokkrum dögum seinna spyr ég ráða um hvernig maður geti náð kertavaxi út teppi. Svarið var að strauja það úr og hafa bökunarpappír á milli af því að pappírinn myndi draga kertavaxið í sig – góð hugmynd! Í gær ákvað ég að gera þetta. Stilli straujárnið á 3 punkta og bíð eftir að það hitni og Skelli straujárninu á bökunarpappírinn sem ég var búin að leggja yfir svæðið. Svo efir smá stund var ég farin að sjá að kertavaxið hafði farið inn í pappírinn. Svo ríf ég pappírinn af og sé að ég er búin að bræða teppið. oh my gad! hvað er ég búin að gera?!! Hvað var ég að pæla?!! Ég trúi þessu varla ennþá.
Af hverju stillti ég ekki járnið á minnsta hita og prófaði einn blett fyrst til að athuga hvort þetta virkaði? Ég geri það alltaf þegar ég strauja flík sem er úr gerviefni.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Heimilislæknir

Miðað við hvað allt er flókið hérna er ég hissa á því hvað það var auðvelt að fá heimilislækni eða GP einsog það er kallað á ensku. Ég hringdi á læknastofuna sem er bara í næsta húsi (mjög henntugt) og ég þurfti bara koma að skrá okkur, sýna proof of address, og þá var það komið. Ég átti svo tíma í dag til að fá lyfseðil fyrir pillunni. Leist líka ágætlega á lækninn, virtist vita eitthvað í sinn haus. Þurfti ekki að borga fyrir tímann, ekkert fyrir lyfseðilinn og ekkert fyrir pilluna heldur! Venjulega borgar maður bara fyrir lyfseðilinn, um £6.
Komst reyndar líka að því að ég hef stækkað um 2 cm síðan ég var mæld síðast. Ég hélt að ég væri 169,5 cm ...nei nei, 171,5. Mér datt ekki í hug að ég væri enn að stækka.