miðvikudagur, janúar 31, 2007

Ný íbúð

Við erum búin að vera að skoða íbúðir síðastliðnar 3 vikur, en það hefur ekki gengið jafn vel og áður. Síðustu helgi vorum búin að gefast upp og ætluðum að hætta við að flytja en svo kom í ljós að það var ekki í boði því það var þeger búið að leigja öðru fólki íbúðina okkar. Hinsvegar duttum við í lukkupottinn í dag. Íbúð á besta stað í bænum, Kings Cross. Íbúðin er á Kings Cross Road. Þá er bara best að byrja að pakka niður.









Efnisorð: ,

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Særún Luna Solimene

Er komið vor?

Samkvæmt Metro blaðinu hefur meðalhitinn að nóttu til í þessum janúar-mánuði verið heitari en í júlí á síðasta ári, en þá var hitabylgja. Meðalhiti hingað til er 12.6°C en í júlí á síðasta ári var hann 12°C. Venjulega er meðalhiti í janúar 1.5°C. Ég veit samt ekki hversu mikið er hægt að treysta á þessar tölur, hljómar allavega ótrúlegt. Samt hefur manni fundist einsog það sé að koma vor. Ég öfunda allavegana ekki Íslendinga núna í sínu vetrar óviðri.

cemetery.jpg

Þessi kirkjugarður er fyrir aftan húsið sem ég vinn í. Merkilegt að vinna við hliðiná kirkjugarðk. Tók þessa mynd í dag með símanum mínum. Sjáiði hvað grasið er grænt. Annars er bara gaman í vinnunni, ég er núna að hanna nýtt útlit á trendstop vefinn, sem er mjög krefjandi og skemmtilegra en ég átti von á, þar sem ég hef ekki komið nálægt vefhönnun áður.

Við sögðum upp leigunni í Balppa House í dag. Hvert við munum flytja er ekki enn ákveðið, en líklega einhvert í norður London.

Efnisorð:

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Nýjir hlutir á nýju ári

Það eru nýjir hlutir að gerast í lífi mínu, á nýju ári. Fyrsti dagurinn minn í vinnunni var í gær. Það var ágætt, samt frekar leiðinlegt. Komst m.a. að því að það er lokað fyrir g-mail og msn í vinnunni. Maður á sem sagt að eyða Öllum sínum tíma í að vinna og ekkert rugl. Það var þó skemmtilegra í dag. Maður er jú að aðlagast ókunnugum stað og fólki. Fyrsta verkefnið mitt var að gera cover fyrir þema mánaðarins, sem hefur með austur evrópu að gera. Stúlkan á myndinni er líka hönnuður hjá trendstop. Endaði svo daginn með að fara rúmlega hálftíma of snemma, alveg óvart, fattaði það ekki fyrr en ég var komin út. Vonandi tók enginn eftir því. Vinnan er nefninlega með svona flexi-time policy.

Efnisorð:

mánudagur, janúar 01, 2007

Gleðilegt nýtt ár!