sunnudagur, febrúar 27, 2005

Þorrablót

Þorrablót Íslendigafélagsins var haldið hér í London í gær. Þráin Bertelsson hélt einhverja ræðu sem ég heyrið ekki helminginn af, líklega vegna þess að hann talaði of lágt eða þá að hljóðkerfið hafi verið lélegt svo hélt hann ræðuna á ensku (til hvers?) sem hélt alls engri athygli hjá fólkinu. Felix Bergsson var veislustjóri kvöldsins. Það sem stóð uppúr var auðvitað íslenski maturinn þ.e. sá matur sem var ekki súr og brennivínið. Hljómsveitin Buff spilaði eftir matinn við góðar undirtektir, spilaði íslensk og ensk lög til skiptis. Næstu helgi er svo þorrablót Íslendigafélagsins í Barcelona og munum við Sindri koma við þar líka ...skemmtilegt! Hlakka svo til að hitta Brynju vinkonu og Evu sem er ný flutt þangað.

mánudagur, febrúar 21, 2005

LFW

Laila var svo góð að bjóða mér með sér á London Fashion Week síðasta miðvikudag. Ég fékk að vera "aðstoðarmaður" blaðakonunnar Lailu. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og vorum ansi duglegar að fá okkur bjóra og rauðvín á milli sýninga. Ég fór með henni á 3 sýningar. Fyrir hádegi var Amanda Wakeley, sem var svo sem ekkert merkileg sýning nema hvað, þarna tók ég eftir því að módel eru risar. Síðdegis var það Jean-Pierre Braganza og svo Belle & Bunty um kvöldið sem var mjög skemmtilegt, kannski vegna þess að ég og laila vorum orðnar aðeins góðar með okkur og náðum góðum sætum. Þeir sem sitja í góðum sætum fá víst yfirleitt eitthvað skemmtilegt fríbie dót. Á þessari sýningu fengum við fullan poka af snyrtivörum, hárdóti og 12 ára gamalt Whiskey. Ég var svo ægilega sniðug að taka batteríslausa myndavél með mér að ég náði ekki að taka mikið af myndum en allar sex eru í mynda-albúminu mínu.

Til hamingju með afmælið Helga mín!!!

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Gæludýra rottur

Jamm ... rottur geta líka verið gæludýr! Einsog svo oft áður fórum við Sindri, Lúlli og Laila í smá leiðangur. Fórum á rottusýningu hjá National Fancy Rat Society til að skoða kvikindin. Við fengum að halda á nokkrum rottu-ungum (kittens) og það var alls ekki svo hræðilegt (nema einn pissaði á mig), rottur eru ægilega sætar. Það eina sem flestum finnst óhugnarleg er halinn. Laila fékk alveg hroll. he he ... Rottu eigendurnir voru flestir all-skrítnir vægast sagt, sé eftir því að hafa ekki tekið myndir af þeim. En endilega kíkið í mynda-albúmið mitt til að skoða rotturnar.

Aldrei að vita hvort við fáum okkur gæludýra rottu einhverntímann ...

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Þvílíkt bull...

Það lítur út fyrir að ég þurfi ekki að vakna klukkan sex á morgnana lengur, fyrir utan á morgun. Mér var sagt að ég fengi ekki vinnuna af því að annar eiganndinn fannst ég ekki nógu glaðleg og brosandi. Þvílíkt bull... mér er sama! ..og þó ekki. Það var hund leiðinlegt að vinna þarna, ég get huggað mig við það. Ég hékk þarna til dæmis í dag frá átta til tvö og enginn kúnni. Það mesta sem hefur komið inn á einum degir eru sex manns. Maður verður bara heiladauður af því að vinna á svona stað. Svo mátti maður ekki einu sinni spila kapal í tölvunni, til að koma smá heilastarfsemi af stað.