miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Bækur

Var að klára að lesa bókina "Þú átt nóg af peningum ...þú þarft bara að finna þá!" eftir Ingólf H. Ingólfsson og mér finnst í alvörunni að ég eigi eftir að verða geðveikt rík eftir að hafa lesið hana. Bókin útskýrir hvernig megi spara með því að eyða peningum – sem sagt eyða í sparnað. Hvernig maður borgar niður skuldir hraðar en ella og sparar þannig milljónir í vexti til langs tíma. Einnig talar bókin um hvernig eigi að skipta útgjaldaliðum heimilisins í þrjá flokka: skuldir, neyslu og sparnað. Sparnaður er auðvitað útgjaldaliður númer eitt. Ef þú ert ein(n) af þeim sem veist ekki í hvað peningarnir fara muntu ekki taka eftir því hvort þú eyðir 10% af laununum þínum í sparnað eða ekki. Svo fylgir veflykill með bókinni sem veitir aðgang að veltukerfinu á spara.is sem ég ætla að kíkja á fljótlega. Check it and you will become rich!

Tala nú ekki um þegar ég er búin að lesa "Getting Things Done" þá verð ég rík OG skipulögð.

Nördinn ég hef líka gaman að handavinnu og keypti ég mér þessa hekl bók á amazon með fullt af skemmtilegur mynstrum.

Efnisorð: ,

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Prince tónleikar

Það var þokkalegt stuð á Prince tónleikunum


Myndavélin mín var tekin af mér tímabundið á meðan tónleikarnir voru en ég stalst til þess að taka myndir á símanum mínum...


Ég í Glitnis stúkunni á O2 Arena...


Tónleikarnir voru alltof fljótt búinir...

Efnisorð: ,

laugardagur, ágúst 18, 2007

Bogga og Hersteinn

komu í heimsókn 4. ágúst og voru hjá okkur í 10 daga. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt saman. Borðuðum mikið og drukkum helling, versluðum og fórum á söfn – svona þetta týpiska. Við leigðum okkur líka bíl og keyrðum til Dover og gistum eina helgi. Þar sáum við the white cliffs of Dover, kastala, secret wartime tunnels sem eru inní hvítu klettunum og ýmislegt fleirra. Karlmenn þar í bæ voru ansi húðflúraðir og sumirhverjir sköllóttir, berir að ofan og karfa-rauðir af sól. Síðasta daginn keyrum til Sandwhic – yndislega krúttlegur bær. Þar stoppuðum við í nokkara klukkutíma, löbbuðum um bæjinn og fengum okkur svo Sunday roast áður en við lögðum í hann aftur. Síðan keyruðm við til Ramsgate, skoðuðum fjöruna þar og svo áfram til Isle of Sheppy en þar var ekkert að sjá svo að við ákváðum að keyra bara heim.

Síðasta mánudag átti Hersteinn afmæli, við héldum uppá það með stæl á veitingastaðnum Archipelago, sem er magnaður staður. Ekki fyrsta skipti sem við höfum farið þangað. Svo á þriðjudeginum voru þau farin. Endilega skoðið myndirnar.

Best að fara að taka sig til, Prince bíður eftir mér!

Efnisorð: