föstudagur, október 28, 2005

Litla systir mín varð 10 ára í dag. Til hamingju með afmælið!!

miðvikudagur, október 26, 2005

Internet!

Tveggja mánaða bið er á enda. Internetið er komið í hús!!

mánudagur, október 24, 2005

afgreidslufolk...

For inni frekar fina fata-bud a fostudag og afgreidslustulkan bydur mer godan daginn. ekki nog med thad en hun spyr mig lika hvort eg hafi tekid mer fri i dag og eg svara, ja... nokkurnvegin og segist vera i college. - Og hvad ertu ad laera - eeee.... illustration segi eg. reyni svo ad koma mer undan, er bara ad skoda fot, ekki leita mer ad vinkonu. svo kemur hun aftur stuttu seinna og spyr hvad eg aetli ad gera i kvold og svona... eg segi - ekkert planad, og hun - ekki eg heldur, aetla ad fara snemma ad sofa i kvold - og eg, ok....
Hvad var thetta!??

föstudagur, október 14, 2005

þvílík tilviljun...

Magnað! Haldiði ekki að ég hafi ekki rekist á Guðjón á Regent Street í gær. Ég var búin að sjá það á blogginu hans að hann væri í London og var einmitt búin að hugsa að það myndi vera fyndið að rekast á hann – og það gerðist. Guðjón var sko með mér í bekk í LHÍ (fyrir þá sem ekki vita).

Síðusta föstudag fóum við Sindri og Laila á Röyksopp tónleika í Brixton. Þeir voru alveg frábærir. Svo á laugardeginum fórum ég og Sindri á Woyzeck, (í boði Öldu – Takk fyrir okkur!) leikrit sem Vesturportid settu upp (settu líka upp Romeo And Juliet), í Barbican leikhusinu her í London. Ágætis sýning, smá loftfimleikar og Ingvar Sigurðsson í aðalhlutverki, ekki amarlegt það.

Aumingja Laila, hún er ennþá með hroll. Hún varð fyrir ó-skemmtilegri árás á leiðinni í strætó áðan. Kemur ekki ógeðis maður og grípur í rassinn á henni, hann var greinilega mjög fullur, og við stoppum og lítum hneykslunar augum á hann, við bara vorum í sjokki. Helduru að hann hafi ekki stuttu seinna tekið á rás og ætlaði í aðra stelpu líka en við byrjuðum að öskra á hann og stoppuðum hann og náðum að vara stelpuna við áður en eitthvað meira gerðist.

mánudagur, október 10, 2005

Nyjar gamlar myndir

Var að setja inn fullt af nýjum og gömlum myndum inná mynda-síðuna mína. Check it out!

Sumarið komið aftur?!!

Ég ætla ekki að monta mig eða neitt svoleiðis... en það er 22ºC núna og verður álíka veður áfram út vikuna.

föstudagur, október 07, 2005

Mugison

Fórum á tónleika með Mugison í gærkvöldi á Spitz. Það var magnað að sjá. Ég hafði ekki heyrt hann spila áður svo ég hafði engar væntingar. Infinite Lives hitaði upp ásamt íslenskri lúðrasveit (ef eg má kalla hana þad) sem kallar sig Nix Nolte, spilaði svona búlgarska tónlist. Infinite Lives var samansett af 2 japönskum gaurum spilandi á sinn hvorn mixerinn í Pikachu búningum og svartan söngvara með svartan sokk yfir höfuðið og blond hárkollu – við keyptum disk af þeim. Í lok kvölds var keyptur geisladiskur með Mugison og auðvitað mátti ekki gleyma ad biðja um eiginhandararitun (hef reyndar ekki beðið um áritun frá neinum síðan Ný dönsk gaf út Deluxe), ekki bara á diskinn heldur á brjóstið líka!