laugardagur, desember 30, 2006

Jólin 2006

Jólin eru búin að vera algjör afslöppun, einsog þau áttu að vera. Ég og Sindri erum búin að borða á okkur gat og orðin feit og fín. Á aðfangadag eldaði ég skinku eftir uppskrift frá Nigellu og Sindri bjó til Ris a l'amande. Á jóladag var hangikjöt og Christmas Pudding að hætti breta í eftirrétt. Svo höfum við lifað á afgöngum og heimalöguðum ís hingað til.

Aðfangadagur



Jólagjafirnar mínar í ár. Takk fyrir mig!



Jóladagur



Fleirri myndir frá jólahaldinu okkar hérna.

sunnudagur, desember 24, 2006

þriðjudagur, desember 12, 2006

Grasekkja


Sindri fór til Finnlands í vinnuferð um daginn en var ekki lengur en sólarhring í burtu. Hann kom heim með þessa fínu Moomin bolla. Í dag fór hann til Belgíu og verður í Antwerp þangað til á laugardag. Vonandi líður þetta fljótt...

Til gamans má geta að daginn sem Sindri fór til Finnlands var ég í atvinnuviðtali hjá finnskri stepu sem rekur síðu um tísku sem heitir trendstop.com. Ég fékk vinnuna og byrja 2. janúar. Trút trút!

Morðóður hórumorðingi gengur laus í Suffolk. 5 lík fundin á 10 dögum.

Efnisorð: ,

Nottingham frh.


Komin heim frá Nottingham og búin að versla allar jólagjafir. Ætlaði að sýna ykkur myndir frá ferðinni en það lítur út fyrir að myndirnar hafa horfið. Greinilega kominn tími á nýja myndavél. Nottingham var ágætis bær, Robbin Hood kom þaðan. Á laugardeginum byrjuðum við daginn á að túristast og skoðuðum kastalann í bænum, versluðum jólagjafir seinniparitnn og höfðum það gott um kvöldið, fórum á tyrkneskan stað og borðuðum á okkur gat, enduðum svo kvöldið á Casino Royale sem var helvíti góð. Bond var full massaður fyrir minn smekk, minnti dálitið á górillu.
Á sunnudeginum kláruðum við að versla og tókum lestina heim um kvöldið.

Efnisorð:

föstudagur, desember 08, 2006

Nottingham

Farin með Sindra í helgarferð til Nottingham til að versla jólagjafir og hafa það huggulegt. Góða helgi!

miðvikudagur, desember 06, 2006

Íslandsferð

Hef ekki bloggað lengi, og allir sem lásu þetta blogg eru ábyggilega hættir að koma hér inn. En það er alltílagi...

Ég og Sindri fórum til Ísland í byrjun október, og ætluðum bara að vera í tvær vikur. Sindri var bara í tvær vikur en ég endaði með því að vera mánuði lengur til að vinna. Eva vakti mig einn morguninn og spurði hvort ég vildi vinna meðan ég væri á Íslandi. – Já! Enda komin til landsing m.a. í þeim tilgangi að kynna mig og reyna að fá einhver freelance verkefni. Ég vann 6 vikur á auglýsingastofu Guðrúnar Önnu og það var rosalega gaman. Alveg einsog í gömlu góðu dagana þegar ég og Eva sátum saman í skólanum. Ég fékk líka nokkur önnur verkefni með mér heim sem ég er reyndar búin með núna. Meðal annars endurbætti ég logoið fyrir ZO-ON.

Hérna koma einu tvær myndirnar sem ég tók sjálf meðan ég var á Íslandi. En þetta er útsýnið úr herbergisglugganum hjá foreldrum Sindra. Ekki amalegt?!!





Sindri hélt uppá afmælið sitt heima hjá foreldrum.



Ég fór nokkuð oft í bíó, fór á Börn, Mýrina, The Queen og ..... mig minnti að ég hefði séð fleirri myndir.

Ég fór á Sykurmolatónleika.



Ég byrjaði að prjóna lopa-peysu og er enn bara búin með ermarnar.

Það var orðið ansi kalt á klakanum, og snjóaði all hressilega nóttina áður en ég flaug heim. Svo að 10 stiga hiti í London var kærkomið.

Efnisorð: