fimmtudagur, júní 29, 2006

allt að gerast

Síðan er komin upp, elevenmostwanted.co.uk. Nafnið vísar í það að við erum 11 sem erum að útskrifast. Ég hef núna 4-5 daga til að vinna að sýningunni, á mánudag byrjum við að undribúa stofuna sem verkefnin okkar verða til sýnis, mála pússa skrúfa og þess háttar. Þriðjudagur og miðvikudagur fer í það að hengja upp og gera allt klárt til yfirferðar. Private View verður 11. júlí og sýningin verður svo opin til 15. júlí. Og það lítur út fyrir að ég verði útskrifuð 18. júlí.

Helga var rétt í þessu að lenda á Stansted flugvelli og verður hjá mér í tvær vikur. Skemmtilegt!

sunnudagur, júní 18, 2006

18. júní

Maður er nú svo niðursokkinn í sínum eigin heimi þessa dagana, það var bara af því mér datt í hug að lesa einhver blogg að ég fattaði hvaða dagur var í gær.

Við sem erum að útskrfast verðum með heimasíðu, þar verða smá upplýsingar um okkur sjáf og verkefnin okkar. En það er ekkert komið inná síðuna ennþá, en verður vonandi komið í lok vikunnar. Best að halda áfram að vinna, nú eru tvær vikur til stefnu.Link

sunnudagur, júní 04, 2006

Þjóðverji í tölvuleik

Ef þetta er ekki geðveiki þá veit ég ekki hvað?!!!