föstudagur, apríl 18, 2008

3-0-létt


IMG_0832.jpg, originally uploaded by Solla.

Nú er kella orðin 30 ára – og með stóra kúlu á maganum í þokkabót. Ég hef verið beðin um bumbumyndir í margar vikur núna og loksins kemur hún.


IMG_1545.JPG, originally uploaded by Solla.

Ég nenni ekki að afsaka bloggleysi enda hefur varla neinn kvartað yfir því heldur. Þrátt fyrir bloggleysið þá hefur ýmislegt skemtilegt gerst hjá mér. Fyrir utan óléttuna er ég er ekki lengur fröken heldur frú. Það fór ekki mikið fyrir þessum merka atburði í lífi mínu en ég get þó allavega deilt með ykkur myndunum ;)


IMG_0698.JPG, originally uploaded by Solla.

Daginn eftir fórum við í smá brúðkaupsferð til Gibraltar, gistum þar á hóteli í 3 daga áður en við fórum á 6 daga Compitent Crew siglingarnámskeið sem við vorum búin að bóka okkur á, en það var líka í Gibraltar.

Dagur 1. Siglt í Gibraltar.
Dagur 2. Siglt til Sotogrande, Spáni.
Dagur 3. Siglt til Ceuta, tangi á Afriku sem tilheyrir Spáni.
Dagur 4. Siglt til Smir, Morocco.
Dagur 5. Siglt aftur til Ceuta.
Dagur 6. Sigldum í 7 vindstigum á motor aftur til Gib.


IMG_0845.JPG, originally uploaded by Solla.

Var að byrja á nýju prjóna verkefni – lítil og sæt peysa á dýrið.

Efnisorð: , , , ,

mánudagur, desember 17, 2007

Roma

Ég og Sindri erum ný búin að vera í Róm hjá Helgu, Marco og Lunu.
Takk fyrir okkur!

IMG_0171.JPG, originally uploaded by Solla.

Myndir frá ferðinni hér.

Þá erum við búin að fara til Reykjavík, New York, Paris, Róm á þessu ári.

Efnisorð:

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Arcade Fire

Fór á tónleika í gær með Arcade Fire án þess að hafa hugmynd um hvaða hljómsveit þetta væri, ásamt nokkrum vinnufélögum Sindra og vinum þeirra (allir Íslendingar nema ein). Googlaði þess vegna hljómsveitina áður en ég lagið af stað. Inná MySpace síðuna þeirra og fann þar eitt lag sem ég kannaðist við. Það er dálítið erfitt að vera á tónleikum þar sem maður þekkir ekki lögin og sér ekki neitt. Mér fannst reyndar lögin ágæt, minnti mig dálítið á Suede (og þó?). Sindra fannst þetta hinsvegar leiðinlegt þannig að við ákváðum að stinga liðið af og fara bara heim snemma. Sorry guys! Við vorum hvort eð er búin að týna liðinu. Þrátt fyrir að sjá ekki á sviðið, þá var sviðsmyndin, ef ég get kallað það það, rosa flott hjá þeim og ég gat allavega séð á kringlóttu skjáina sem voru hátt uppi sitt hvoru megin á sviðinu og á bak við sviðið og sýndu það sem var að gerast á sviðinu frá nokkrum sjónarhornum.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Jólagjöfin í ár

Ég er að selja myndir eftir mig á Etsy - solla.etsy.com. Ef einhver í vandræðum með hugmyndir að jólagjöfum endilega bendið þeim á myndirnar mínar. :)

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Heimsókn frh.

Við erum búin að búa í London í 3 og hálft ár núna og aldrei farið á söngleik fyrr en um daginn þegar foreldar Sindra og systir voru í heimsókn og við fórum öll á Mamma Mia - í boði tengdó - takk fyrir okkur! Söngleikurinn eða söguþráðurinn er búinn til úr Abba-lögum. Uppsetningin minnti mig þó dálitið á nemendaleikhús, kannski vegna þess að sviðið var frekar lítið, en sætin sem við fengum voru góð, reyndar voru líklega öll sætin í húsinu góð þannig séð. En þetta var ágætis skemmtun en minna "show" en ég átti von á. Tónlistin var live og það var hægt að sjá glitta í hljóðfæraleikarana undir sviðinu og hljómsveitarstjórin sat í fremstu röð í miðjunni með hljómborð og spilaði og stjórnaði - hress gaur.

Hver vill koma með okkur á We will rock you?!

Efnisorð: ,

mánudagur, nóvember 12, 2007

Til hamingju með afmælið Bogga!!!

Efnisorð:

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Heimsókn

Ég og Sindri fengum heimsókn í síðustu viku frá foreldrum hans og systur. Það er svosem ekki frásögufærandi en það var gaman að fá þau í heimsókn. Nokkrar myndir hér.

Efnisorð: ,

föstudagur, nóvember 09, 2007

UK Stitch 'n Bitch Day


socks_2.JPG, originally uploaded by Solla.

Yfirleitt þegar maður hugsar um nörda kemur upp í hugann tölvunörd, forritari, o.s.frv. Það eru líka til annarskonar nördar, nefninglega handverks nördar. Ég er ein af þeim. Ég fer ásamt Ellen vinkonu minni annan hver miðvikudag í garnbúð til að prjóna eða hekla ásamt öðrum konum. Búðin er líka með vínveitingarleyfi sem er ekki verra ef maður er þyrstur.

Á morgun verður haldin ráðstefna hérna í London sem nefnist UK Stitch 'n Bitch Day. Þar verða haldin ýmis námskeið, skemmtiatriði og markaður. Ég verð að passa budduna svo að ég missi mig ekki í garninnkaupum.

Ég kláraði sokkana mína í gær. Þeir urðu dáltið misjafnir og pinku lítið of stórir en kannski minka þeir í þvotti. Ég þarf að æfa mig í að prjóna alltaf jafn þétt.

Efnisorð: ,

fimmtudagur, október 18, 2007

mer-see boh-koo

Ég bauð Sindra í helgarferð til Parísar með Eurostar og þar með er ég búin að bæta við eitt nýtt land á heimskortið mitt (Sindri reyndar líka). Svo mun annað land bætast við þegar við förum til Rómar í desember að heimsækja Helgu, Marco og Lúnu litlu.create your own visited country map
or check our Venice travel guide

Frakkar voru bara mjög kurteisir og hjálpsamir þótt við kynnum ekki stakt orð í frönsku. Eina sem ég kann að segja er merci beaucoup (mer-see boh-koo) og bonjour. París er líka mjög falleg og rómó borg, minnti mig dálitið á Barcelona.

Við vorum svakalega heppin með veður og hótelið var líka mjög snyrtilegt og fínt. Hótelið sem við gistum á var í 9. hverfi á rue Fauburg Montamare. og við gengum á hótelið frá Gare Du Nord lestarstöðinni. Reyndar gengum við mest allt sem við fórum, enda var ég orðin ansi þreytt í fótunum.Fyrsta dagin heilsuðum við uppá Mónu Lísu og Venus í Louvre safninu.Daginn eftir fórum á Pompidou safniðog skoðuðum Eiffel turninn.Síðasta daginn fórum við að sjá Sigurbogann, Arc de Triompheog klifruðum uppí hann líka.

En við tókum fullt af myndum ef þið viljið sjá.

Efnisorð: ,

mánudagur, október 08, 2007

Sokkar


Er að prjóna mínu fyrstu sokka.

Efnisorð: ,

sunnudagur, september 30, 2007

Myndir frá siglinganámskeiðinuLoksins nennti ég að setja inn myndirnar frá siglinganámskeiðinu.

laugardagur, september 29, 2007

Til hamingju með afmælið

Sindrinn minn á afmæli í dag. Húrra - húrra - húrra!!!

föstudagur, september 14, 2007

Er kaffið þitt milljón króna virði?

Bara af því að það er föstudagur leyfði mér að fara á Starbucks og fá mér einn tall Java Chip frappuccino, mmmmmm......

En titilinn vísar í þessa grein.

föstudagur, september 07, 2007

A Pirate in Waterloo Station...

Efnisorð: