Þá erum vid búin að vera nokkra daga í Noregi. Búið að vera 30 stiga hita allan tímann, ekki amarlegt það. Davíð bróðir minn sótti okkur á flugvöllinn í Osló svo var ferðinni heitið til Kjell Øivind sem er bróður sonur pabba. Gistum þar um helgina og gátum skoðað Osló dálitið. Ég og Sindri keyptum okkur miða í tveggja hæða túrista-strætó og fórum hring í bænum. Skoðuðum það helsta einsog Vigelandsparken, konungshöllina, Þinghúsið og Akershus Festning (virki). Strætóinn fór einnig til Bygdøy þar sem við skoðuðum víkingaskip. Þessa helgi náðum við líka að kíkja á næturlífið, grilla, fara ut å bade i Katten og fara út að borða. Á sunnudeginum skoðuðum við öll konungshöllina áður en við héldum áfram ferðinni til Holmestrand. Kjell Øivind sagði okkur frá því að hann hefði staðið vörð við höllina þegar hann gengdi herþjónustu. Áður en við fórum til Holmestand komum við reyndar við á Nesodden þar sem elsti bróðir pabba, Arne og konan hans, Lisbeth eiga heima (foreldrar Kjell Øivind).
Nú erum við svo í Eplerød (Homestrand) hjá Inger (systur pabba) og Tore manninum hennar. Sunnudagsvköldið sem við komum til þeirra var þar heil móttökusveit, restin af systkinum pabba, Kari og Olav og konan hans Tove, Mor (amma) og Jan Kristian (sonur Inger og Tore).
Í gær fórum við í stutt ferðalag til Tønsberg sem er elsti bær (871) noregs. Versluðum smá, fengum okkur pizzu og skoðuðum Slottsfjellstornet. Á leiðinni heim aftur komum við við i Eidsfoss og fengum okkur bjór.
Við verðum líklega í Eplerød í einn tvo daga í viðbót áður við leggjum í hann til Ålesund, sem er ca. 7 tíma akstur héðan.