Hef ekki bloggað lengi, og allir sem lásu þetta blogg eru ábyggilega hættir að koma hér inn. En það er alltílagi...
Ég og Sindri fórum til Ísland í byrjun október, og ætluðum bara að vera í tvær vikur. Sindri var bara í tvær vikur en ég endaði með því að vera mánuði lengur til að vinna.
Eva vakti mig einn morguninn og spurði hvort ég vildi vinna meðan ég væri á Íslandi. – Já! Enda komin til landsing m.a. í þeim tilgangi að kynna mig og reyna að fá einhver freelance verkefni. Ég vann 6 vikur á
auglýsingastofu Guðrúnar Önnu og það var rosalega gaman. Alveg einsog í gömlu góðu dagana þegar ég og Eva sátum saman í
skólanum. Ég fékk líka nokkur önnur verkefni með mér heim sem ég er reyndar búin með núna. Meðal annars endurbætti ég logoið fyrir
ZO-ON.
Hérna koma einu tvær myndirnar sem ég tók sjálf meðan ég var á Íslandi. En þetta er útsýnið úr herbergisglugganum hjá foreldrum Sindra. Ekki amalegt?!!


Sindri hélt uppá afmælið sitt heima hjá foreldrum.

Ég fór nokkuð oft í bíó, fór á
Börn,
Mýrina,
The Queen og ..... mig minnti að ég hefði séð fleirri myndir.
Ég fór á Sykurmolatónleika.

Ég byrjaði að prjóna
lopa-peysu og er enn bara búin með ermarnar.
Það var orðið ansi kalt á klakanum, og snjóaði all hressilega nóttina áður en ég flaug heim. Svo að 10 stiga hiti í London var kærkomið.
Efnisorð: ferðalag